Miðvikudagur 20. apríl 2016

Vefþjóðviljinn 111. tbl. 20. árg.

Fréttamenn leita oft til sérfræðinga. Geta það orðið hinar fróðlegustu viðræður sem upplýsa hlustendur um margt sem þeir vissu ekki áður. 

Nú eru forsetakosningar væntanlegar enda kjörtímabil forseta senn á enda, ólíkt kjörtímabili Alþingis. Þess vegna þarf að efna til forsetakosninga, ólíkt alþingiskosningum sem óþarfi er að efna til og enginn virðist vita hvers vegna eigi að efna til.

Vegna forsetakosninganna leitaði Ríkisútvarpið til Guðna Th. Jóhannessonar sérfræðings og ræddi hann um stuðning sitjandi forsætisráðherra við forsetaframbjóðendur, en núverandi forsætisráðherra hefur fagnað framboði Ólafs Ragnars Grímssonar.

Ríkisútvarpið hefur meðal annars eftir Guðna:

Þá segir Guðni að Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, notið formlegs stuðnings beggja stjórnarflokka, árin 1944 og 1949. Hann var hins vegar sjálfkjörinn.

 Því miður kemur ekki fram í þessari endursögn hvaða stjórnarflokkar það voru sem studdu Svein Björnsson árið 1944. Þá sat utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar.