Þriðjudagur 19. apríl 2016

Vefþjóðviljinn 110. tbl. 20. árg.

Höfrungur AK 91.
Höfrungur AK 91.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur um árabil haft uppi stór orð um verðtrygginguna og krafist þess að hún verði „afnumin“. Á mannamáli þýðir það væntanlega að landsmönnum verði með einhverjum ráðum bannað að taka þau lán sem þó flestir hafa kosið og þrátt fyrir allt talið skásta kostinn fyrir sig. Vilhjálmur vill velja fyrir fólkið.

Verkalýðsfélag Akraness er aðili að Lífeyrissjóðnum Festu. Það kemur því á óvart að Festa býður eingöngu upp á verðtryggð húsnæðislán til sjóðsfélaga sinna. 

Væri ekki gott fyrsta skref í „afnámi“ verðtryggingar að Vilhjálmur beitti sér fyrir því á vettvangi Festu að sjóðurinn byði þó upp á eitthvað annað en verðtryggð lán? En kannski hefur hann þegar þegar reynt það án árangurs.

Ýmsir aðrir lífeyrissjóðir og bankar bjóða slík óverðtryggð lán en fáir munu raunar nýta sér þau.