Vefþjóðviljinn 107. tbl. 20. árg.
Í dag hélt Magnús Orri Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar fund með fulltrúum hinna vinstri flokkanna í Iðnó um mögulegt samstarf þeirra.
Í viðtali við mbl.is að fundi loknum sagði Magnús Orri.
Fólk vill heiðarlegri stjórnmál og við ætlum að reka heiðarlegri stjórnmál.
Þegar Magnús Orri Schram gerir heiðarleika að baráttumáli sínu er óhjákvæmilegt að minnast á leikrit sem hann og félagar hans í Samfylkingunni settu upp til að koma pólitískum andstæðingi fyrir Landsdóm á meðan samherjum var forðað undan dómi.
Eru þeir sem í pólítískum hentugleik draga menn fyrir dóm mjög marktækir þegar kemur að umræðu um heiðarleg stjórnmál?