Miðvikudagur 13. apríl 2016

Alþýðuhús Reykjavíkur, Alþýðflokkurinn, Sigfúsarsjóður, Alþýðubandalagið og Samfylkingin hafa verið samferða á leigumarkaði í áratugi.
Alþýðuhús Reykjavíkur, Alþýðflokkurinn, Sigfúsarsjóður, Alþýðubandalagið og Samfylkingin hafa verið samferða á leigumarkaði í áratugi.

Vefþjóðviljinn 104. tbl. 20. árg.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri hennar segja eigendur skrifstofuhúsnæðis flokksins vera flokknum algerlega óviðkomandi. 

Eigendur húsnæðisins eru Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur ehf. Alþýðuhús Reykjavíkur eru einkum í eigu huldufélaganna Fjölnis og Fjálars.

Alþýðuhús Reykjavíkur ehf áttu áður alþýðuhúsið við Hverfisgötu þar sem Alþýðuflokkurinn var lengstum til húsa eða þar til hann var lagður inn í Samfylkinguna.

Sigfúsarsjóður átti áður húsnæði að Laugavegi 3 þar sem Alþýðubandalagið var til húsa og svo einnig í Austurstræti þangað sem Alþýðubandalagið flutti af Laugavegi 3.

Þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið voru sameinuð í Samfylkinguna sameinuðu Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur krafta sína og keyptu saman húsnæði að Hallveigarstíg þangað sem hinir sameinuðu flokkar fluttu undir nafni Samfylkingarinnar.

Allt er þetta í ártugi hrein hending á leigumarkaði.