Vefþjóðviljinn 50. tbl. 20. árg.
Búvörusamningur. Samningur!
Skjaldborgin. Leiðréttingin. Hirðubíll. Ekkirusl.
Misþyrming stjórnlyndra á tungunni heldur áfram.
Það er nákvæmlega ekkert samnings við búvörusamning. Samningur snýst um að allir aðilar máls sættist á ákveðna niðurstöðu.
Skattgreiðendur sem eiga að leggja fram 180 milljarða króna á næstu 10 árum eiga ekki sæti við samningaborðið í búvörusamningnum.
Neytendur sem eiga að fá afurðirnar á diskinn hafa heldur ekkert um málið að segja.
Og eru allir bændur sáttir við það sem „forysta“ þeirra réttir að þeim?