Fimmtudagur 14. janúar 2016

Vefþjóðviljinn 14. tbl. 20. árg.

Nú þegar heimsmarkaðsverð á bensíni og Dieselolíu er komið niður í um 40 krónur fyrir lítrann greiðir ríkissjóður Íslands mönnum 70 krónur á lítrann fyrir að kaupa heldur verra eldsneyti sem unnið er úr matjurtum.
Nú þegar heimsmarkaðsverð á bensíni og Dieselolíu er komið niður í um 40 krónur fyrir lítrann greiðir ríkissjóður Íslands mönnum 70 krónur á lítrann fyrir að kaupa heldur verra eldsneyti sem unnið er úr matjurtum.

Heimsmarkaðsverð á bensín- og Dieselolíulítranum er nú í kringum 40 krónur og hefur ekki verið lægra að raunvirði um langt skeið. Þetta kemur sér vel fyrir Íslendinga þar sem akstur einkabíla er nánast eini samgöngumáti þeirra á landi.

Ríkissjóður Íslands styrkir hins vegar innkaup á lífeldsneyti um 70 krónur á hvern lítra. Niðurgreiðslan er næstum tvöfalt verðið á hefðbundnu eldsneyti.

Hvað á eiginlega að kalla það að þegar í boði er eldsneyti á 40 krónur komi ríkissjóður og greiði mönnum 70 krónur fyrir að kaupa og flytja til landsins dýrara og verra eldsneyti?