Miðvikudagur 30. janúar 2015

Vefþjóðviljinn 364. tbl. 19. árg.

Þú hefur aldrei borgað meira fyrir að losna við ruslið. Það hefur aldrei farið meira pláss undir það, bæði innan og utan dyra. Umstangið hefur aldrei verið meira.
Þú hefur aldrei borgað meira fyrir að losna við ruslið. Það hefur aldrei farið meira pláss undir það, bæði innan og utan dyra. Umstangið hefur aldrei verið meira.

„Heyrðu elskan kemur ekki ruslabíllinn í fyrramálið? Ætli ég skjótist þá ekki út í tunnu með ruslapokann úr eldhúsinu.“

Hér talar einhver sem ekki hefur fylgst nægilega vel með.

Eitt af því sem stjórnlyndir menn gera er nefnilega að breyta tungumálinu sér í hag. Ruslabíll er auðvitað  alltof neikvætt orð yfir bíl sem hirðir vandlega flokkað sorp úr tunnum í öllum regnbogans litum. Slíkur bíll er auðvitað „hirðubíll“ samkvæmt opinberum vef Reykjavíkur um ruslið.

Já og vel á minnst ruslið er auðvitað ekki rusl lengur þótt aldrei hafi þurft að greiða hærra verð fyrir förgun á því, aldrei hafi farið meira pláss undir sorpílát og umstang borgaranna hafi aldrei verið meira en nú. Vefur Reykjavíkurborgar um ruslið heitir auðvitað www.ekkirusl.is.

Svo á reykvísku er rétt ávarp svona:

„Heyrðu elskan kemur ekki hirðubíllinn í fyrramálið? ? Ætli ég skjótist þá ekki út í allar tunnurnar okkar með ekkiruslapokana úr eldhúsinu.“