Vefþjóðviljinn 320. tbl. 19. árg.
Í dag er dagur íslenskrar tungu og því er sjálfsagt að birta brot úr nýjustu þingræðu mennta- og menningarmálaráðherrans um Ríkisútvarpið:
Ég vil líka segja að ég tel ekki að það eigi að hlaupa í einhverjar breytingar á þessum rekstri. Við eigum að gera það að vel athuguðu máli, ræða það í þingsölum og í samfélaginu áður en menn gera einhverjar slíkar breytingar. Ég tel að við eigum að vera opin fyrir þeirri umræðu og að það sé nauðsynlegt að fara í hana.
Ég vil þó segja að þessi skýrsla er ágætur grunnur ásamt öðrum þeim upplýsingum sem hafa komið fram um rekstur Ríkisútvarpsins til að ræða þann þátt málsins. Síðan eigum við eftir að ræða í framtíðinni aðra þætti sem snúa að því hvernig við náum þeim markmiðum sem sett voru varðandi rekstur Ríkisútvarpsins.
Því verður ekki neitað að þessu tilefni íslenskan er fallegt mál. Á flestum öðrum tungum myndu slíkar ræður einfaldlega hljóma svona:
Blablabla blablablabla.
Og í bundnu knöppu íslensku máli:
Ég ætla ekki að gera neitt.