Fimmtudagur 12. nóvember 2015

Vefþjóðviljinn 316. tbl. 19. árg.

Eru foreldrahús ekki hluti af deilihagkerfinu?
Eru foreldrahús ekki hluti af deilihagkerfinu?

Í fréttum er nú sagt frá því að mun fleiri á aldrinum 25 – 34 ára búi í foreldrahúsum en fyrir áratug.

Árið 2005 bjuggu tíu pró­sent ein­stak­linga á aldr­in­um 25 til 34 ára aldri hjá for­eldr­um sín­um sam­kvæmt rann­sókn Capacent. Árið 2014 var hlut­fallið komið í fjór­tán pró­sent, eða um 6.700.

Málið er lagt upp sem mikill vandi. Ungt fólk situr grátandi í foreldrahúsum. Alls kyns fræðingar telja sig vita hver „þörfin er“ fyrir húsnæði. Stjórnmálamenn ókyrrast. Hvar eru húsnæðisfrumvörpin? Hvar eru aðgerðirnar?

Auðvitað hefur það haft talsverð áhrif að menn héldu að sér höndum við fasteignakaup í óvissunni eftir bankahrunið 2008. Það hefur sjálfsagt einhver áhrif einnig að æ fleiri stunda langt háskólanám og hafa því ekki tekjur til að kaupa eða leigja húsnæði meðan á því stendur. Sömuleiðis draga menn það lengur en áður að stofna sína eigin fjölskyldu sem dregur úr þörfinni fyrir eigið húsnæði.

En á hitt ber einnig að líta að nú mun ungt fólk vera mjög hrifið af „deilihagkerfinu“ og sagt er að það vilji heldur ekki láta tjóðra sig við steinsteypu og skuldbindingar til 40 ára sem henni fylgja jafnan.

Er hótel mamma ekki hluti af hipp og kúl deilihagkerfinu?