Þriðjudagur 3. nóvember 2015

Vefþjóðviljinn 307. tbl. 19. árg. 

Hreina vinstri stjórnin tengdi skattheimtu á bíla og eldsneyti við CO2 útblástur, því hún var svo græn og góð við umhverfið.

Þetta gerði hún þótt að menn hafi lengi grunað að tölur sem bílaframleiðendur gefi upp um þau efni séu ekki mjög áreiðanlegar. Alls kyns aðstæður hafa áhrif á eldsneytieyðslu bílavéla og þar með útblástur CO2. Franska tímaritið Auto Plus birtir nýjar tölur um þetta í nýjasta hefti sínu.

Útblásturstölur bíla eru því ekki mjög gótt viðmið til skattheimtu.

Öllu verra er þó að með þessum aðgerðum reyndist hreina vinstri stjórnin stuðla að meiri og verri mengun en ella hefði orðið.

Hún ýtti mönnum yfir í dýra Dieselbíla sem sóta margfalt á við bensínbíla og eru sumir hverjir ekki aðeins með rangar tölur um NOx útblástur heldur þar með einnig um CO2.

Það er athyglivert að þessi herfilegu mistök hafði stjórnin tíma til að gera á meðan hún þóttist mjög upptekin í „rústabjörgun“ eftir bankahrunið.