Vefþjóðviljinn 304. tbl. 19. árg.
Það er athyglisvert ósamræmi í tveimur tilkynningum Ríkisútvarpsins ofh.
Annars vegar tilkynningu frá því á fimmtudag sem birt var klukkan 12:56 – áður en skýrsla um fjármál þess var brit, en þar segir meðal annars;
Mistök voru gerð við að láta gamlar lífeyrssjóðsskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök. Gera þarf nýjan þjónustusamning sem byggir á því að útvarpsgjald lækki ekki frekar og fjármögnun sé stöðug út samningstímann.
Tveimur dögum síðar fullyrti Ríkisútvarpið í tilkynningu að það hafi ekki gert kröfu um viðbótarframlag eða skuldum verði létt af þeim:
Fullyrt er að Ríkisútvarpið geri kröfu um skilyrt viðbótarframlag til næstu fimm ára og í áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir verulega hækkuðu ríkisframlagi, þ.á.m. að 3,2 milljörðum króna verði varið til að létta skuldum af Ríkisútvarpinu. Þetta er ekki rétt.
Nýjustu tíðindi eru svo að opinberi hlutafélagið hótar nefndarmönnum málsókn ef hinar „röngu upplýsingar“ verði birtar.