Laugardagur 31. október 2015

Vefþjóðviljinn 304. tbl. 19. árg.

image
image

Það er athyglisvert ósamræmi í tveimur tilkynningum Ríkisútvarpsins ofh. 

Annars vegar tilkynningu frá því á fimmtudag sem birt var klukkan 12:56 – áður en skýrsla um fjármál þess var brit, en þar segir meðal annars; 

Mistök voru gerð við að láta gamlar lífeyrssjóðsskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök. Gera þarf nýjan þjónustusamning sem byggir á því að útvarpsgjald lækki ekki frekar og fjármögnun sé stöðug út samningstímann.

Tveimur dögum síðar fullyrti Ríkisútvarpið í tilkynningu að það hafi ekki gert kröfu um viðbótarframlag eða skuldum verði létt af þeim:

Full­yrt er að Rík­is­út­varpið geri kröfu um skil­yrt viðbótar­fram­lag til næstu fimm ára og í áætl­un­um fé­lags­ins sé gert ráð fyr­ir veru­lega hækkuðu rík­is­fram­lagi, þ.á.m. að 3,2 millj­örðum króna verði varið til að létta skuld­um af Rík­is­út­varp­inu. Þetta er ekki rétt.

Nýjustu tíðindi eru svo að opinberi hlutafélagið hótar nefndarmönnum málsókn ef hinar „röngu upplýsingar“ verði birtar.