Þriðjudagur 13. október 2015

Vefþjóðviljinn 286. tbl. 19. árg.

Ronald Reagan var bjartsýnn og upplitsdjarfur forseti Bandaríkjanna. Líklega hefur enginn vestrænn stjórnmálamaður í seinni tíð verið jafn laus við biturð og heift og þessi aldni leikari á forsetastóli.

Hans verður lengi saknað þó ekki væri nema fyrir það.

Undantekningarlítið má hafa ánægju af því þegar gamlir ræðubútar hans eru settir í samhengi við nýjustu deiluefnin. Reagan var ekkert að flækja málin að óþörfu. Svona talar enginn kerfiskarl.