Laugardagur 3. október 2015

Vefþjóðviljinn 277. tbl. 19. árg.

Mest nýttu rök þeirra sem telja að skipa eigi dómara eftir kynferði eru að þeir sem koma fyrir dóm eigi að kannast við sig, geta „speglað“ sig og samfélagið í dómstólnum.

Ragnheiður Bragadóttir og Brynhildur G. Flóvens héldu þessu til að mynda fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni.

Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í.

Engir eiga meira undir dómstólum en þeir sem sæta ákæru fyrir brot sem fangelsisvist liggur við. Þeir þurfa þess væntanlega manna mest að geta „speglað“ sig í dómnum.

Dómarar við hæstarétt eru um 90% karlar. Um 90% fanga eru karlkyns.