Vefþjóðviljinn 269. tbl, 19. árg.
Það er alltaf verið að segja fólki að ef vínbúðum fjölgi muni drykkjan aukast. Og hamingjan sanna, ef það er væri nú félagi í VR sem sæti við afgreiðsluborðið í stað félaga í BSRB.
En hvað með það þótt drykkja aukist? Ráða menn ekki hvað þeir drekka? Er einhver sem skammtar drykki við hæfi hvers borgara? Hver er það? Þingmenn, landalæknir, Kári Stefánsson?
Svo kemur auðvitað í ljós þegar málið er skoðað að menn drekka ekki frá sér vitglóruna í réttu hlutfalli við fjölda vínbúða eða eftir því hvort þær eru ohf eða ehf.
Arnar Sigurðsson birti myndina hér að neðan með grein á Eyjunni í dag. Unglingadrykkja minnkar þótt vínbúðum fjölgi.