Laugardagur 12. september 2015

Vefþjóðviljinn 255. tbl. 19. árg.

Undir rúminu í Borgartúni 35 eru tvö skrímsli.

Annað þeirra er launahækkun, hana má helst ekki minnast á og alls ekki nema allir fái sömu miðstýrðu hækkunina, sama hvort þeir starfa hjá fyrirtæki sem er við það að verða gjaldþrota eða félagi var að selja hugbúnað fyrir milljarða.

Svo er það hin óværan. Skattalækkun, lækkun á tekjuskatti einstaklinga. Hjálp. Það eykur þensluna þegar almennir launamenn halda meiru af launum sínum. Þess vegna er best að fá stjórnmálamennina til að hirða launin og setja þau í Vaðlaheiðargöng, vörubílagöng á Bakka, innkaup á lífeldsneyti, lengra fæðingarorlof eða viðbótarframlög til Ríkisútvarpsins.

En ætli þeir í Borgartúni hafi velt því fyrir sér hvort skattalækkun gæti mögulega dregið úr þörfinni fyrir kauphækkun?