Mánudagur 17. ágúst 2015

Vefþjóðviljinn 229. tbl. 19. árg.

Á dögunum var hér fjallað um þann tíma sem tekið getur að fá niðurstöðu mála í stjórnsýslunni og nefnt að ein ástæða þess væri sú að stjórnsýslan væri störfum hlaðin. Væri meðal annars mjög einfalt að beina til hennar erindum, jafnvel af litlu tilefni, en síðan tæki óratíma að sinna.

Hvað ætli sú mikilvæga ríkisstofnun, Neytendastofa, hafi fengið mörg erindi á síðasta ári? Erindi sem þarf að sinna með vönduðum vinnubrögðum, gagnaöflun og svo framvegis.

Frá því var sagt í fréttum í dag að á síðasta ári hefði Neytendastofa fengið alls 7.187 erindi með símtölum, tölvupósti eða rafrænum ábendingum, en einnig 1.000 skrifleg erindi.

Samkvæmt þessu hefur Neytendastofa fengið 8.817 erindi á síðasta ári. Það eru um 35 á dag, hvern einasta vinnudag ársins.Getur nú verið að öll þessi erindi eigi heima hjá ríkisstofnun? Ætli mörg þeirra hafi ekki verið um mál sem hljóta að eiga vera einkamál aðila í viðskiptum?

Hvers vegna er ríkið að skipta sér af smáatriðum í samningum fólks? Hvers vegna er verið að taka á móti rúmlega átta þúsund erindum á einu ári vegna „neytendamála“?

Hvernig geta skattgreiðendur neitað þessari þátttöku sinni í málefnum „neytenda“?