Vefþjóðviljinn 205. tbl. 19. árg.
Fyrir nokkrum árum var það boðað af forystumönnum Háskóla Íslands að hann yrði meðal 100 efstu.
Á miðvikudaginn skrifaði Stefán Ólafsson prófessor við skólann einn af hinum akademísku pistlum sínum á Eyjuna og nú um „villutrú“ sjálfstæðismanna.
Gamli Sjálfstæðisflokkurinn sem hugsaði um millistéttina er sem sagt dauður og Sjálfstæðisflokkur nýfrjálshyggjunnar og auðmannadekurs er sá sem í boði er.
Þeir sem trúa því að nýji Sjálfstæðisflokkurinn bæti samfélagið fyrir almenning eru sennilega fáfróðir eða auðtrúa kjánar.
Gróðapungum sérhagsmunanna er hins vegar alveg sama þó gott samfélag sé skemmt – ef þeir geta sjálfir grætt á því.
Ætluðu forystumenn skólans að verða meðal hundrað orðljótustu?