Vefþjóðviljinn 139. tbl. 19. árg.
Það er ekki merkilegt álitið sem landsmenn hafa á stjórnmálamönnunum sínum, ef marka má kannanir.
Hvað er þá til ráða?
Álitsgjafarnir og blaðurskjóðurnar sem velta sér upp úr þessu hafa helst þá lausn að þau sjálf þurfi að komast á þing til að laga þetta.
En svo mætti einnig hugsa sér að draga úr áhrifum hinna úthrópuðu stjórnmálamanna. Það má minnka úthlutunarvald þeirra með því að lækka skatta og selja ríkisfyrirtæki. Það má minnka áhrifavald þeirra með því að auka frelsi borgaranna, fækka boðum og bönnum.
Varla vilja menn að þingmenn og ráðherrar, sem er svo erfitt að treysta, hafi of mörg eða mikilvæg verkefni á sinni könnu?