Laugardagur 16. maí 2015

Vefþjóðviljinn 136. tbl. 19. árg.

Vaxtabætur renna að mestu leyti til banka og fjármálafyrirtækja. Vextir hækka þegar ríkið sendir fólki peninga sem það á að nota í að greiða vexti. Þar fara nokkrir milljarðar frá skattgreiðendum forgörðum.

Húsaleigubætur enda í vasa leigusala. Leiguverð hækkar þegar ríkið sendir leigjendum fé til að borga leigu. Þar fara nokkrir milljarðar frá skattgreiðendum forgörðum.

Og nú vill Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra að stofna nýjan bótaflokk til hagsbóta fyrir verktaka. Hann er kallaður „stofnstyrkir“ til „félagslegra íbúða“ og „byggingarsamvinnufélaga“. Verktakar gætu þar með hækkað verð á nýbyggingum. Þar færu nokkrir milljarðar frá skattgreiðendum forgörðum.