Miðvikudagur 13. maí 2015

Vefþjóðviljinn 133. tbl. 19. árg.

Eftir því var óskað hér í gær að fleiri stjórnmálamenn þyrðu að tala um hagsmuni hins vinnandi manns, að hann fengi launin sín að mestu leyti í vasann og gæti staðið á eigin fótum.

David Cameron forsætisráðherra Breta hafði einmitt viðrað slík sjónarmið undanfarna daga.

Morgunblaðið sagði þá frá því í gærkvöldi að við umræður í borgarstjórn um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 hefði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekið til máls.

Kjart­an sagði borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna bera ábyrgð á því að skatt­heimta á Reyk­vík­inga væri í há­marki. Útsvars­pró­senta væri í lög­bundnu há­marki og fast­eigna­skatt­ar á fólk og fyr­ir­tæki væru að sama skapi mjög háir. Þess­ar háu skatt­greiðslur skertu lífs­kjör al­menn­ings. Sagði hann háa skatta ekki vera sjálf­sagða. Þannig væru á höfuðborg­ar­svæðinu rek­in fyr­ir­mynd­ar­sveit­ar­fé­lög án þess að íbú­ar þeirra væru skatt­pínd­ir.

Morgunblaðið hafði jafnframt eftir Kjartani:

Fjár­mál Reykja­vík­ur­borg­ar væru byggð á háum skött­um og lausa­tök­um í fjár­mál­um og bæru af þeim sök­um mjög ákveðin ein­kenni sósíal­ískra stjórn­ar­hátta.

Það er afskaplega mikilvægt að kjörnir fulltrúar gleymi ekki þessum grundvallaratriðum þótt kerfið reyni að kaffæra þá í þvargi um tæknilegar útfærslur á kerfinu sjálfu.