Vefþjóðviljinn 95. tbl. 19. árg.
Nú virðast uppi tveir kostir í peningamálum á Íslandi. Að minnsta kosti ef marka má umræðu síðustu vikna. Þar hafa meðal annarra tekist á hagfræðiprófessorarnir Jón Daníelsson og Friðrik Már Baldursson.
Annars vegar er lagt til að menn skipi stjórn peningamála svona með bankastjórn seðlabankans:
- Aðalseðlabankastjóri
- Seðlabankastjóri
- Seðlabankastjóri
Hins vegar er þessi kostur talinn hafa yfirburði sem skipurit seðlabankans:
- Seðlabankastjóri
- Aðstoðarseðlabankastjóri
- Aðstoðarseðlabankastjóri
Líkt og glöggir menn hljóta að sjá leiðir annar kosturinn til seðlaprenturnar og óðaverðbólgu en hinn til stöðugleika, hamingju og velsældar.
Vefþjóðviljinn vill fyrir hönd þjóðarinnar þakka hagfræðingunum fyrir að gera grunnatriðum peningamála svo góð skil.
Gleðilega páska.