Vefþjóðviljinn 66. tbl. 19. árg.

En þetta átti ekki við um peninga. Þar var ekki um að ræða neitt úrval, neina þróun, neina samkeppni ólíkra siða.
En þetta átti ekki við um peninga. Þar var ekki um að ræða neitt úrval, neina þróun, neina samkeppni ólíkra siða.

Nú sem undanfarin ár er rætt um að afnám haftanna sé á næstu grösum. Það er vissulega áhugavert og mikilvægt mál.

En á myntsláttu ríkisins er annar galli og varanlegri en þegar höft eru sett á viðskipti við útlönd til að hægara sé um vik að falsa gengi gjaldmiðilsins. 

F.A. Hayek vék að honum fyrir aldarfjórðungi:

Þegar við horfum um öxl, sjáum við, að flestir siðir okkar og hættir hafa orðið til við úrval eða þróun; þeim, sem reyndust betur, var haldið áfram, hinum hafnað. En þetta átti ekki við um peninga. Þar var ekki um að ræða neitt úrval, neina þróun, neina samkeppni ólíkra siða. Valdsmenn komu þegar í upphafi auga á það, hversu gagnlegir peningar gátu orðið þeim, svo að þeir tóku sér einkaleyfi á framleiðslu þeirra.

Hvernig væri myntin ef hún hefði ekki lengstum verið á skakklöpp stjórnmálamannanna?

Væri hún ef til vill ekki eins og skífusími með 2m snúru frá Pósti og síma heldur snjallsími?