Þriðjudagur 23. desember 2014

Vefþjóðviljinn 357. tbl. 18. árg.

Almennu vörugjöldin eru á leiðinni út. Hin sértæku bíða enn. Og einnig tollarnir sem mismuna ekki aðeins varningi eftir tegundum heldur einnig eftir framleiðslulandi.
Almennu vörugjöldin eru á leiðinni út. Hin sértæku bíða enn. Og einnig tollarnir sem mismuna ekki aðeins varningi eftir tegundum heldur einnig eftir framleiðslulandi.

Hvaða uppskrift er þetta?

Ávextir, þurrkaðir, blöndur af hnetum eða þurrkuðum ávöxtum, reyr- eða rófusykur og kemískt hreinn súkrósi, annar sykur, þar með talinn kemískt hreinn laktósi, maltósi, glúkósi og frúktósi, í föstu formi; sykursíróp sem inniheldur hvorki bragðefni né litarefni; gervihunang, einnig blandað náttúrlegu hunangi; caramel. Melassi unninn með kjörnun eða hreinsun sykurs; Sætindi (þar með talið hvítt súkkulaði) án kakaóinnihalds; Kakaóduft, án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna; Súkkulaði eða önnur matvæli sem innihalda kakaó; Maltkjarni; framleiðsla úr mjöli, fín- eða grófmöluðu, klíðislausu korni, sterkju eða maltkjarna, sem ekki inniheldur kakaó eða inniheldur minna en 40% miðað við þyngd af kakaói reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, sem ekki innihalda kakaó eða innihalda minna en 5%, miðað við þyngd, af kakaói reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni; Brauð, sætabrauð, kökur, kex og aðrar brauðvörur, einnig með kakaói; altarisbrauð, lyfjahylki, innsiglunaroblátur, rísþynnur og áþekkar vörur; Matjurtir, ávextir, hnetur, ávaxtahýði og aðrir plöntuhlutar, varið skemmdum með sykri (gegndreypt, gljásykrað eða kristallað; Sulta, ávaxtahlaup, mauk, ávaxta- eða hnetudeig, fengið með suðu, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni; Ávextir, hnetur og aðrir ætir plöntuhlutar, unnið eða varið skemmdum á annan hátt, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni eða áfengi; Ávaxtasafi (þar með talið þrúguþykkni) og matjurtasafi, ógerjaður og án viðbætts áfengis, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni; Kjarni, kraftur og seyði úr kaffi, tei eða maté og framleiðsla að stofni til úr þessum vörum eða að stofni til úr kaffi, tei eða maté; brenndar síkóríurætur og annað brennt kaffilíki, og kjarni, kraftur og seyði úr þeim; Rjómaís og annar ís til manneldis, einnig með kakaóinnihaldi; Vatn, þar með talið náttúrlegt eða gerviölkelduvatn og loftblandað vatn, ekki með viðbættum sykri eða öðru sætuefni eða bragðbætt; ís og snjór; Vatn, þar með talið ölkelduvatn og loftblandað vatn, með viðbættum sykri eða öðru sætuefni eða bragðbætt, og aðrar óáfengar drykkjarvörur, þó ekki ávaxtasafar eða matjurtasafar í nr. 2009; Öl gert úr malti; Vín úr nýjum þrúgum, einnig vín blönduð vínanda; þrúguþykkni annað en í nr. 2009; Vermút og annað vín úr nýjum þrúgum bragðbætt með plöntum eða ilmefnum; Aðrar gerjaðar drykkjarvörur (t.d. eplavín, peruvín, mjöður); blöndur gerjaðra drykkjarvara svo og blöndur gerjaðra drykkjarvara og óáfengra drykkjarvara; Ómengað etylalkóhól að alkóhólstyrkleika minna en 80% miðað við rúmmál; áfengir vökvar, líkjörar og aðrar áfengar drykkjarvörur; Edik og edikslíki fengið úr ediksýru;
Ilmvötn og snyrtivötn:
Fegrunar- eða förðunarvörur og framleiðsla til að vernda húðina (þó ekki lyf), þar með taldar sólvarnar- eða sólbrúnkuvörur; vörur til hand- eða fótsnyrtingar; Blöndur af ilmandi efnum og blöndum (þar með taldar alkóhólupplausnir) að meginstofni úr einu eða fleiri þessara efna, til nota sem hráefni til iðnaðar; önnur framleiðsla að stofni til úr ilmandi efnum, til nota við framleiðslu á drykkjarvörum; Gólfefni úr plasti, einnig sjálflímandi, í rúllum eða sem flísar; veggfóður úr plasti, eins og það er skýrgreint í 9. athugasemd við þennan kafla; Sjálflímandi plötur, blöð, filmur, himnur, bönd, ræmur og annað flatt, úr plasti, einnig í rúllum; Sellulósi og kemískar afleiður hans, ót.a., í frumgerðum; Nýir lofthjólbarðar, úr gúmmíi; Sólaðir eða notaðir lofthjólbarðar úr gúmmíi; gegnheilir eða púðahjólbarðar, hjólbarðaslitfletir og -felgubönd, úr gúmmíi; Hjólbarðaslöngur, úr gúmmíi; Aðrar vörur úr vúlkaníseruðu gúmmíi, þó ekki harðgúmmíi; Viður sagaður eða höggvinn eftir endilöngu, flagaður eða birktur, einnig heflaður, slípaður eða enda-skeyttur, yfir 6 mm að þykkt; Spónaplötur, plötur með réttuðum flögum (oriented strand board) (OSB) og áþekkar plötur (t.d. (flöguplötur (waferboard)) úr viði eða öðrum viðarkenndum efnum, einnig mótaðar með resínum eða öðrum lífrænum bindiefnum; Trefjaplötur og áþekkar plötur úr viði eða öðrum viðarkenndum efnum, einnig límdar saman með resínum eða öðrum lífrænum efnum; Krossviður, spónlagðar plötur og áþekkur lagskiptur viður; Hertur viður, í blokkum, plötum, ræmum eða prófíllaga; Flóki, einnig gegndreyptur, húðaður, hjúpaður eða lagskipaður; Gólfteppi og aðrar gólfábreiður úr spunaefnum, hnýtt, einnig fullgerð; Gólfteppi og aðrar gólfábreiður úr spunaefnum, hvorki límbundin né hnökruð, einnig fullfrágengin, þar með talin kelím-, sumak-, karamaníteppi og áþekk handunnin röggvateppi; Gólfteppi og aðrar gólfábreiður úr spunaefnum, límbundin, einnig fullgerð;
Gólfteppi og aðrar gólfábreiður úr spunaefnum, úr flóka, hvorki límbundin né hnökruð, einnig fullgerð; Önnur gólfteppi og aðrar gólfábreiður úr spunaefnum, einnig fullgerð; Handofin veggteppi af gerðinni góbelín, flandern, aubusson, beauvais og þess háttar, og handsaumuð veggteppi (t.d. góbelínsaumur, krosssaumur), einnig fullgerð; Línóleum, einnig tilsniðið; gólfdúkur úr yfirborðshúðuðu eða yfirborðshjúpuðu spunaundirlagi, einnig tilsniðinn; Gerviblóm, gervilauf, eða gerviávextir og hlutar af þeim; vörur úr gerviblómum, gerviblöðum og gerviávöxtum; Unninn steinn til höggmyndagerðar eða bygginga (þó ekki flögusteinn) og vörur úr þeim, þó ekki vörur í nr. 6801; mósaikteningar og þess háttar, úr náttúrlegum steintegundum (þ.m.t. flögusteinn), einnig á undirlagi; gervilitaðar agnir, flísar og duft, úr náttúrlegum steinefnum (þ.m.t. flögusteinn); Unninn flögusteinn og vörur úr flögusteini eða mótuðum flögusteini; Gjallull, steinull og áþekk ull úr jarðefnum; flagað vermikúlít, þaninn leir, frauðað gjall og áþekk þanin jarðefni; blöndur og vörur úr hitaeinangrandi, hljóðeinangrandi eða hljóðdeyfandi jarðefnum, þó ekki vörur í nr. 6811 eða 6812 eða í 69. kafla; Vörur úr asfalti eða áþekku efni (t.d. jarðolíubítú-meni eða koltjörubiki); Þiljur, plötur, flísar, blokkir og áþekkar vörur úr jurtatrefjum, strái eða úr spæni, flísum, ögnum, sagi eða öðrum úrgangi úr viði, mótað með sementi, gipsefni eða öðru bindiefni úr steinaríkinu; Vörur úr gipsefni eða blöndu að meginstofni úr gipsefni; Vörur úr asbestsementi, sellulósatrefjasementi eða þess háttar; Unninn gljásteinn og vörur úr gljásteini, þar með talinn mótaður eða endurunninn gljásteinn, einnig á uppistöðu úr pappír, pappa eða öðrum efnum; Leirsteinn til bygginga; Þakflísar, reykháfsrör, reykháfshlífar, reykháfsfóðringar, skrautsteinar og aðrar leirvörur til mannvirkjagerðar; Leirflögur, leirhellur og leirflísar, án glerungs, fyrir gangstíga, eldstór eða veggi; leirmósaíkteningar og þess háttar, án glerungs, einnig á undirlagi; Leirflögur, leirhellur og leirflísar, með glerungi, fyrir gangstíga, eldstór eða veggi; leirmósaíkteningar og þess háttar, með glerungi, einnig á undirlagi; Vaskar, handlaugar, handlaugafætur, baðker, skolskálar, salernisskálar, vatnsgeymar, þvagskálar og áþekk hreinlætistæki, úr leir; Öryggisgler, úr hertu (tempered) eða lagskipuðu gleri; Ofnar, eldavélar, eldstór, kabyssur (einnig með geymi aukalega til miðstöðvarhitunar), grill, glóðar-ker, gashringir, diskahitarar og áþekkur búnaður til heimilisnota, ekki fyrir rafmagn, og hlutar til þeirra, úr járni eða stáli; Kæliskápar, frystar og annar kæli- eða frystibúnaður, einnig fyrir rafmagn; varmadælur, þó ekki loftjöfnunartæki í nr. 8415; Miðflóttaaflsvindur, þar með taldir miðflóttaaflsþurrkarar; vél- og tækjabúnaður til síunar eða hreinsunar á vökva og lofttegundum; Uppþvottavélar; vélbúnaður til að hreinsa eða þurrka flöskur eða önnur ílát; vélbúnaður til að fylla, loka, innsigla eða festa merkimiða á flöskur, dósir, öskjur, poka eða önnur ílát; vélbúnaður til að festa tappa á flöskur, krukkur, túpur og áþekk ílát; annar vélbúnaður til pökkunar eða umbúða (þ.m.t vélbúnaður til hitaherpiumbúða); vélbúnaður til blöndunar kolsýru í drykkjarvörur; Uppskeru- eða þreskivélar, þar með taldar strá- eða fóðurbaggavélar; gras- eða heysláttuvélar; vélar til að hreinsa, aðgreina eða flokka egg, ávexti eða aðrar landbúnaðarafurðir, þó ekki vélbúnaður í nr. 8437; Rafmagnsgló- eða úrhleðslulampar, þar með taldar einangraðar geislalampaeiningar og útfjólubláir eða innrauðir lampar; bogalampar; Þvottavélar fyrir heimili eða þvottahús, þar með taldar vélar sem bæði þvo og þurrka; Vélbúnaður (þó ekki vélar í nr. 8450) til að þvo, hreinsa, vinda, þurrka, strauja, pressa (þar með taldar suðupressur), bleikja, lita, steina, ganga frá, húða eða gegndreypa spunagarn, spunadúk eða tilbúnar spunavörur og vélar til að bera efni á undirstöðudúk eða annað undirlag við framleiðslu á gólfefni eins og línóleum; vélar til að vinda, afvinda, brjóta, skera eða takka spunadúk; Sjálfsalar (t.d. fyrir frímerki, vindlinga, matvörur eða drykkjarvörur), þar með taldar peningaskiptivélar; Varmaskauts-, kaldskauts- eða ljósskautsrafeindalokar og -lampar (t.d. lofttæmdir eða gufu- eða gasfylltir lokar og lampar, kvikasilfursafriðilslokar og -lampar, sjárör, sjónvarpsmyndavélalampar); Rafræsi- eða rafkveikibúnaður fyrir brunahreyfla með neista- eða þrýstikveikju (t.d. kveikiseglar, kveikirafalar, kveikispólur, kveikikerti og glóðarkerti, ræsihreyflar); rafalar (t.d. dínamóar og alternatorar) og straumlokur til notkunar við slíka hreyfla; Hrað- eða geymavatnshitarar og hitastautar (hitöld) fyrir rafmagn; raftækjabúnaður til hitunar á rými (space) og jarðvegi; rafmagnshituð hársnyrtitæki (t.d. hárþurrkur, hárliðunartæki, hitunartæki fyrir hárliðunarjárn) og rafmagnsstraujárn; önnur rafmagnshitunartæki til heimilisnota; rafmagnshitamótstöður, þó ekki í nr. 8545; Hljóðnemar og standar fyrir þá; hátalarar, einnig í hátalaraboxi; heyrnartól og eyrnatól, einnig með sambyggðum hljóðnema, og sett sem í eru hljóðnemi og einn eða fleiri hátalarar; rafmagnsheyrnartíðnimagnarar; rafmagnshljóðmagnarasett; Hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki; Myndupptökutæki eða myndflutningstæki (video), einnig með innbyggðum myndmóttakara (video tuner); Hlutar og fylgihlutir sem eingöngu eða aðallega eru nothæfir til tækjabúnaðar í nr. 8519 eða 8521; Móttökutæki fyrir útvarpssendingar, einnig sambyggð, í sama hylki, með hljóðupptöku- eða hljóðflutningsbúnaði eða klukku; Skjáir og myndvörpur, án sjónvarpsmóttökubúnaðar; móttökutæki fyrir sjónvarp, einnig með útvarpsviðtæki eða hljóð- eða myndbandsupptökubúnaði eða flutningsbúnaði; Rafmagnsvélar og -tækjabúnaður, til sérstakra nota, ót.a. í þessum kafla; Einangraður (þar með talinn gljábrenndur eða skauthúðaður) vír, kaplar (þar með taldir samása kaplar) og aðrir einangraðir rafleiðarar, einnig með tengihlutum; ljósleiðarar úr sérslíðruðum trefjum, einnig búnir rafleiðurun eða með tengihlutum:afskaut; skol, burstakol, lampakol, rafhlöðukol og aðrar vörur úr grafít eða öðru kolefni, einnig með málmi, til rafmagnsnotkunar; Hlutar og fylgihlutar fyrir vélknúin ökutæki í nr. 8701-8705; Hlutar og fylgihlutir til ökutækja í nr. 8711-8713; Kvikmyndavélar og kvikmyndasýningavélar, einnig með hljóðupptökutækjum eða hljóðflutningstækjum; Lampar og ljósabúnaður, þar með talin leitarljós og kastljós og hlutar til þeirra, ót.a.; ljósaskilti, ljósanafnskilti og þess háttar sem tengt er föstum ljósgjafa, og hlutar til þeirra, ót.a.

Þetta eru þær vörur sem taldar hafa verið slíkur lúxus að þær hafa borið vörugjöld á bilinu 5 til 20% og munu gera til 1. janúar 2015.