Laugardagur 13. desember 2014

Vefþjóðviljinn 347. tbl. 18. árg.

Útblástur gróðurhúsalofttegunda frá votlendinu sem ríkið styrkti menn til að eyðileggja er margfaldur á við útblástur frá bílaflota landsmanna.
Útblástur gróðurhúsalofttegunda frá votlendinu sem ríkið styrkti menn til að eyðileggja er margfaldur á við útblástur frá bílaflota landsmanna.

Hvort gefa hinn marglastaði bílafloti Íslendinga eða framræst votlendi á Íslandi frá sér meiri gróðurhúsalofttegundir? Er það ekki örugglega einkabíllinn, það eiturspúandi óféti?

Á síðari hluta 20. aldar styrkti ríkið bændur úr Jarðræktarsjóði til að ræsa fram mýrar og annað votlendi. Þegar vatnið rennur úr jarðveginum fer af stað oxun á því kolefni sem safnast hefur upp í votlendinu og við það myndast gróðurhúsalofttegundir.

Össur Skarphéðinsson alþingismaður spurði umhverfisráðherra að því nýlega hver losun koltvísýrings (CO2-ígildi) væri frá framræstu landi. 

Og svar umhverfisráðherra er sláandi, nánast ótrúlegt. Losunin úr votlendinu sem var ræst með stuðningi ríkisins, er brjálæðisleg. Hún er rúmlega níföld losunin frá öllum samgöngum á Íslandi.

Með því að moka ofan í tíunda hvern framræsluskurð á landinu og endurheimta votlendið að fullu mætti því draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem nemur öllum bílaflota landsmanna.

 Brennisteinninn sem Holuhraun hefur sent út í loftið undanfarið samsvarar brennisteinsútblæstri frá bílaflota Íslendinga í nokkrar milljónir ár. Framræsta landið gefur frá sér nífalt meira af gróðurhúsalofttegundum (koltvísýringi) en bílaflotinn.

Eru ekki örugglega allir alltaf tilbúnir í bíllausa daginn?

Miðað er við tölur frá Umhverfisstofnun um útblástur frá ýmsum geirum þjóðfélagsins árið  2010 og í svari umhverfisráðherra um árlega losun frá eyðilögðu votlendi.
Miðað er við tölur frá Umhverfisstofnun um útblástur frá ýmsum geirum þjóðfélagsins árið 2010 og í svari umhverfisráðherra um árlega losun frá eyðilögðu votlendi.