Vefþjóðviljinn 302. tbl. 18. árg.
Heimskrati á Ríkisútvarpinu kallaði í gær á þjóðlega íhaldsmenn til varnar vinnustað sínum:
En nú er eiginlega þannig komið að maður saknar alvöru íhalds á Íslandi. Það er eins og rödd íhaldsins vanti á hægri vægnum.
Íhald stendur vörð um gömul gildi, stofnanir og menningu, og kærir sig ekki um óróa eða upplausn. Og íhald er ekki andsnúið ríkisvaldinu eins og frjálshyggjan.
Það er alveg gild spurning hvort ríkisvaldið sé orðið svo stórt að almenningur muni undantekningarlítð lúta í lægra haldi fyrir sérhagsmunahópunum sem hreiðrað hafa um sig í kerfinu.
Það bætist þá við þá ógæfu að annars vegar eru mjög miklir persónulegir hagsmunir á ferðinni og hins vegar dreifðir og léttvægir hagsmunir skattgreiðenda í hverju máli fyrir sig.
Egill Helgason er til í að leggja talsvert á sig til að fjárframlög almennings til Ríkisútvarpsins verði aukin, jafnvel gera bandalag við þjóðlega íhaldsmenn gegn skattgreiðendum. Þegar Egill fær aukreitis milljón í vasann fækkar aðeins um 3 krónur í vasa hvers Íslendings.
Hver nennir að slást við Egil um þrjár krónur?