Þriðjudagur 21. október 2014

Vefþjóðviljinn 294. tbl. 18. árg.

Ein beinagrind. Tvær ríkisstjórnir, þrjú ráðuneyti, þrjár ríkisstofnanir, tvö hvalasöfn.

Þessa dagana má heyra í fréttum lýsingar á fjögurra ára vinnu stjórnkerfisins vegna hvalrekans á Skaga árið 2010 en fjöldi ráðherra, ráðuneyta og ríkisstofnana hefur komið að málinu. Er ekki líka sagt að búið sé að skera inn að beini í ríkisrekstrinum?

En þökk sé kjördæmapotinu fékkst loks niðurstaða í málið um helgina þegar forsætisráðherra tilkynnti á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins að Hallormsstað að beinagrindin verði varðveitt í Norðausturkjördæmi.