Þriðjudagur 30. september 2014

Vefþjóðviljinn 273. tbl. 18. árg.

Halli á vöruviðskiptum við útlönd eykst meðal annars vegna löggjafar um endurnýjanlegt eldsneyti á bíla frá ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar.
Halli á vöruviðskiptum við útlönd eykst meðal annars vegna löggjafar um endurnýjanlegt eldsneyti á bíla frá ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar.

Fréttir berast nú af því frá Hagstofunni að halli á vöruviðskiptum við útlönd sé um 11,7 milljarðar á fyrstu átta mánuðum ársins.

Eldsneyti er meðal þess sem Íslendingar kaupa inn fyrir milljarða ár hvert.

Vorið 2012 voru sett lög sem skylda seljendur eldsneytis til að selja ákveðið hlutfall af svonefndu „endurnýjanlegu“ eldsneyti sem einkum er framleitt úr jurtaafurðum. Þessar afurðir gætu einnig gætu nýst sem fæða fyrir manninn eða í versta falli sem dýrafóður.

Þetta endurnýjanlega eldsneyti er miklu dýrara í innkaupum en hefðbundið eldsneyti, auk viðbótarkostnaðar við innflutning, birgðahald, dreifingu og blöndun.

Þarna streyma því mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri úr landinu, allt fyrir þann misskilning alþingis að það væri að gera umhverfinu gott með þessu. Jafnvel Al Gore hefur viðurkennt að þessi leið til að bæta umhverfið er „mistök“ og er hann þó til í nær hvað sem er í þeim efnum.

En auðvitað þorir ríkisstjórn Sigmundar og Bjarna ekki að vinda ofan af þessum ástæðulausu útgjöldum Íslendinga frekar en nokkru öðru sem vinstri stjórnin gerði.