Fimmtudagur 25. september 2014

Vefþjóðviljinn 268. tbl. 18. árg.

Strætó bs. notar einkum strætisvagna með gamlar Dieselvélar sem margir telja nú lífsspursmál að losna við af götunum vegna sótmengunar. Ekkert er þó minnst á sót í skýrslu Strætós um umhverfismál. En félagið virðist hins vegar hætt að birta ósannindi eins og í auglýsingunni hér að ofan sem er frá árinu 2012. Fullyrðingar um að strætó sé umhverfisvænni en einkabíllinn hafa verið fjarlægðar úr kynningarefni um strætó.
Strætó bs. notar einkum strætisvagna með gamlar Dieselvélar sem margir telja nú lífsspursmál að losna við af götunum vegna sótmengunar. Ekkert er þó minnst á sót í skýrslu Strætós um umhverfismál. En félagið virðist hins vegar hætt að birta ósannindi eins og í auglýsingunni hér að ofan sem er frá árinu 2012. Fullyrðingar um að strætó sé umhverfisvænni en einkabíllinn hafa verið fjarlægðar úr kynningarefni um strætó.

Hvort sem er hægrimaðurinn Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, eða vinstrimaðurinn Ségolène Royal, umhverfisráðherra Frakka, vilja losna við Dieselbíla af götunum. Þetta er vegna sótagnamengunar frá þeim. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur varað sérstaklega við Dieselbílunum vegna tengsla sótmengunar og krabbameins.

Þetta mál er með algerum ólíkindum því undanfarinn áratug hafa stjórnmálamenn á Vesturlöndum, þar með talið á Íslandi, hvatt almenning til að kaupa frekar Dieselbíla en bensínbíla. Til þess hafa þeir beitt alls kyns skattalegri mismunun í þágu Dieselbíla og gegn bensínbílunum, auk fyrirvaralauss áróðurs um kosti Dieselbíla. Þessi mismunun hefur verið jafnvel verið kölluð „grænir skattar“ og „græn skref“!

Einn bílafloti öðrum fremur í Reykjavík notar Dieselolíu. Á síðasta ári gengu 78 af 80 vögnum Strætó bs. á Dieselolíu. Þessi stóru gulu vagnar eru margir komnir til ára sinna. Gamlar Dieselvélar eru alverstar þegar kemur að útblæstri sótagna.

Strætó bs. hefur undanfarin ár gefið út skýrslu um umhverfismál þar sem staða félagsins á sviði umhverfismála eru tíunduð, allt frá fjölda sundferða starfsmanna til pappírsnotkunar.

En ekkert er minnst á sótið frá strætisvögnunum í þessari fínu skýrslu. Hvers vegna ætli það sé?

Hvers vegna er ekkert minnst það sem nú um stundir er talið helsta mengunin frá Dieselvélum eins og Strætó bs. notar helst?