Fimmtudagur 18. september 2014

Vefþjóðviljinn 261. tbl. 18. árg.

Framsóknarflokkurinn vill kanna möguleika á frekari „mótvægisaðgerðum“ gegn þeirri hækkun matarverðs sem væntanlega hlýst af hækkun virðisaukaskatts úr 7 í 12% en felast í lækkun virðisaukaskatts á flestar aðrar vörur ásamt niðurfellingu vörugjalda á alls kyns varning.

Hér eru þrjár tillögur um slíkar mótvægisaðgerðir sem Framsóknarflokknum er heimilt að nýta sér:

* Frelsi til innflutnings á matvælum myndi auka samkeppni og vafalaust lækka matarreikning heimilanna.

* Niðurfelling á alls kyns tollum á innflutt matvæli myndi sömuleiðis leiða til lækkunar matarverðs.

* Niðurfelling á 13 þúsund milljóna króna árlegum stuðningi almennings við innlendan landbúnað. Nýta mætti þessa 13 milljarða til að lækka tekjuskatt launamanna. Tíunda hver króna sem menn greiða í skatt af launum sínum rennur í landbúnaðarhítina.

* Já og nánast allir aðrir skattar lenda með einum eða öðrum hætti á þeim sem selja mat.Það endar því allt saman í matarverðinu áður en maturinn nær á diskinn.

Nánast hvaða skattalækkun sem er gæti verið mótvægisaðgerð. Það skortir því ekki leiðir til mótvægis.