Fimmtudagur 11. september 2014

Vefþjóðviljinn 254. tbl. 18. árg.

Karl Garðarsson segist andvígur matarskatti en styður tugmilljarða álögur á matarkaup almennings til verndar íslenskum landbúnaði.
Karl Garðarsson segist andvígur matarskatti en styður tugmilljarða álögur á matarkaup almennings til verndar íslenskum landbúnaði.

Nokkrir framsóknarmenn, sem farnir eru að skjálfa vegna skoðanakannana, tala nú gegn „matarskattinum“. Karl Garðarsson fer þar fremstur í flokki.
En hvaða matarskatti eru framsóknarmenn andvígir?

Eru þeir andvígir þeim 13 þúsund milljónum sem landsmenn greiða árlega beint í skatta til íslensks landbúnaðar? Það eru um 150 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á ári.

Innflutningsvernd fyrir íslenskan landbúnað er ígildi skattlagningar á íslenska neytendur. Jafnvel hefur verið talið að verndin kosti neytendur ekki minna en það sem þeir leggja beint til hennar með sköttum.

Alls kyns tollar eru lagðir á innflutt matvæli til að vernda innlenda framleiðslu. Þeir hækka verð til neytenda.

Þessir styrkir og vernd leiða svo áfram til óhagkvæmni og sóunar og þar með hærra verðs á þessum innlenda mat sem fólk að skikkað til að borða.
Allt eru þetta sérstakir skattar á mat, réttnefndir matarskattar. Hins vegar hafa menn ákveðið að nefna virðisaukaskatt á mat, sem þó mun verða helmingi lægri en á mörgu öðru, matarskatt!