Föstudagur 15. ágúst 2014

Vefþjóðviljinn 227. tbl. 18. árg.

Nú berast fréttir af því að bannað verði að tjalda í Landmannalaugum. Það er niðurstaðan af því að ekki er innheimt alvöru gjald af fólki sem það gerir.

Á meðan menn eru enn fastir hugmyndum um allsherjar náttúrupassa ríkisins sem síðasta ríkisstjórn gat af sér er ekki von á góðu í þessum efnum.

Það er bara hreint og klárt tap fyrir alla á meðan ríkið stendur í vegi fyrir að landeigendur, ríkið sjálft þar á meðal, hirði eðlilegan arð af jörðum sínum og geti notað aðgangseyri til að stýra umferð, haft hátt gjald þegar búast má við mörgum gestum og lægra á öðrum tíma.