Vefþjóðviljinn 223. tbl. 18. árg.
Á laugardaginn birti Fréttablaðið forsíðuviðtal við Hilmar Magnússon og Sigríði Birnu Valsdóttur, sem bæði eru samkynhneigð en eiga saman fimmtán mánaða gamlan son. Í viðtalinu er víða komið við. Sigríður Birna segir „mjög mikilvægt að það komi fram að börn verði ekki samkynhneigð af því að eiga samkynhneigða foreldra“ og Hilmar segir að verði drengurinn samkynhneigður sé það allt í lagi. Slíkt skipti engu máli. Þau hafi rætt fyrirfram þann möguleika að barnið myndi „fæðast með Down‘s heilkenni eða eitthvað slíkt og vorum alveg tilbúin að taka því. Það var aldrei spurning. Það kemur ekkert í veg fyrir að þú elskir barnið þitt.“ Sigríður Birna bætir þá við: „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að hann verði sjálfstæðismaður“.
Í viðtalinu kemur einnig fram að Hilmar setti í upphafi eitt skilyrði, að barnið yrði ekki skírt.
Viðtalið var auðvitað birt í tilefni gleðigöngunnar sem gengin var sama dag, þar sem menn fögnuðu umburðarlyndinu, víðsýninni og fjölbreytileikanum.