Laugardagur 26. júlí 2014

Vefþjóðviljinn 207. tbl. 18. árg.

Ein þeirra hugmynda sem núveranda ríkisstjórn fékk í arf frá Jóhönnu og Steingrími er „náttúrupassinn“, sem er einhvers konar tilraun til miðstýringar, sjóðasukks og opinberrar skömmtunar við nýtingu náttúruauðlinda.

Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands er inntur álits á hugmyndinni í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og segir hann hana afleita.

Það koma einfaldlega of margir ferðamenn á vissa ferðamannastaði og spilla bæði náttúru og hver fyrir öðrum. Hið samfélagslega verkefni er auðvitað að koma í veg fyrir þetta tjón. Það að afla fjár til að bæta náttúruspjöllin færir einfaldlega til byrðarnar af tjóninu en lætur orsök þess óáréttar. Í annan stað má ekki gleyma því að ferðamannastaðir eru margir hér á landi og nýting þeirra afar mismunandi. Veigamikill þáttur í lausn vandans er því að beina ferðamönnum frá ofnýttustu stöðunum til þessa sem vannýttir eru.

Ragnar segir að náttúrupassi taki ekki á þessum grundvallarmálum.