Vefþjóðviljinn 196. tbl. 18. árg.
Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í gær með með hersýningum í París og yfirgengilegri flugaeldasýningu við Eiffel turninn.
Dagurinn er stundum kenndur við Bastilluna sem áhlaup var gert á árið 1789 og minnst ári síðar á þessum degi. Í kjölfarið fylgdi hver ógnarstjórnin á fætur annarri sem áttu lítið skylt við „frelsi, jafnrétti og bræðralag“.
Vestan Atlantshafsins höfðu menn 13 árum áður samþykkt sjálfstæðisyfirlýsingu sem franska byltingin bætti litlu við fyrir mannréttindi og lýðræðisþróun á Vesturlöndum.
We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.
Þarna er grunnurinn.