Laugardagur 12. júlí 2014

Vefþjóðviljinn 193. tbl. 18. árg.

Rangt að ríkissjóður beri ábyrgð á höfuðstólslækkun en rétt að hann borgi brúsann.
Rangt að ríkissjóður beri ábyrgð á höfuðstólslækkun en rétt að hann borgi brúsann.

Það er alltaf verið að kvarta undan „umræðunni“. Meðal annars að snúið sé út úr hlutum. Á vef Framsóknarflokksins er dálkurinn „Rétt og rangt“. Þar segir:

Því hefur verið haldið fram að ríkisábyrgð sé á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til höfuðstólslækkunar. ÞETTA ER RANGT.

RÉTT er að aðgerðirnar byggja á yfirlýsingu ríkissstjórnarinnar um að nýta bankaskatt til þess að standa undir kostnaði sem fellur til vegna aðgerða í þágu heimilanna í landinu.

Nei, nei það er engin ríkisábyrgð á höfuðstólslækkuninni. Ríkissjóður ætlar bara að greiða fyrir aðgerðirnar með sköttunum sem hann innheimtir. Allir hljóta að sjá að ríkissjóður ber enga ábyrgð á aðgerðum sem hann grípur til og greiðir að öllu leyti fyrir.

Bara ef allir gætu vandað jafn til umræðunnar og Framsóknarflokkurinn.