Vefþjóðviljinn 128. tbl. 18. árg.
Það er nóg af frambjóðendum til sveitarstjórna vítt og breitt um landið sem vilja þenja út kerfið til að taka á hvers manns vanda. Færri beina sjónum sínum að því hvernig má draga úr þörfinni fyrir frekari útþenslu kerfisins, hvernig verða almenn skilyrði til frjáls framtaks svo góð að það sé fyrsti kostur sé þess yfirleitt nokkur kostur.
Ekki þarf að fjölyrða um hve margfaldur ávinningur er af því að fólk sé fremur sjálfbjarga á vinnumarkaði en þurfi að leita á náðir velferðarkerfisins.
Í stuttu myndbandi frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík vekur Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi athygli á því hvert stefni í borginni þar sem þeim fækki sem standa undir velferðarkerfinu á vinnumarkaði en þeim fjölgi sem leita ásjár kerfisins.
Áslaug nefnir þetta uppsöfnun velferðarvandans í Reykjavík.
Eins og Áslaug nefnir er þessi uppsöfnun er ekki aðeins vandi þeirra sem þurfa aðstoð heldur einnig hinna sem þurfa að greiða sífellt hærri skatta til að standa undir kerfinu.
Er þetta ekki mál sem þarf að ræða á vikunum fram að kosningum? Miklu fremur en hvaða flokkur ætli sé að gera best við ákveðna hópa fólks á kostnað þrautpíndra skattgreiðenda?