Fimmtudagur 6. febrúar 2014

Vefþjóðviljinn 37. tbl. 18. árg.

Heimilisprýðin sem Fréttablaðið segir ekki alla Reykvíkinga hafa haft vit á að sanka að sér.
Heimilisprýðin sem Fréttablaðið segir ekki alla Reykvíkinga hafa haft vit á að sanka að sér.

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun mátti lesa að

200 milljónir króna hefðu setið eftir í vösum borgarbúa ef þeir haft vit á að flokka og skila öllum drykkjarumbúðum.

Heimilisfaðir sem fær sér einn dósabjór á hverju föstudagskvöldi ætti líklega að hafa vit á því að taka hálfan fermetra í íbúðinni undir illa lyktandi bjórdósir. Ársleiga á hálfum fermetra í Reykjavík er um 10 þúsund krónur eða sem svarar skilagjaldi á 700 dósum.

Þegar lyktin er orðin óbærileg í lok árs gæti heimilisfaðirinn svo haft vit á því að aka með dósirnar 52 á næstu endurvinnslustöð. Þar fengi hann 728 krónur fyrir ársskammtinn sem gæti jafnvel dugað fyrir kostnaði við aksturinn ef hann byggi innan við 3 km frá endurvinnslustöðinni.

Þá á eftir að reikna með mannauðinum sem fer í dósasöfnunina og nýtist ekki í annað á meðan. Fórnarkostnaðurinn af því að þeir sem hafa „haft vit“ á því að flokka og skila séu ekki að beita sér annars staðar á sama tíma er væntanlega geipilegur.