Fimmtudagur 2. janúar 2014

Vefþjóðviljinn 2.tbl. 18. árg.

Þrátt fyrir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að lög Steingríms J. Sigfússonar um endurnýjanlegt eldsneyti séu „mjög dýr“ í framkvæmd og Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segi að lögin leiði að líkindum til mikilla óþarfra gjaldeyrisútgjalda fyrir Íslendinga og stuðli að hungri í heiminum er ekkert útlit fyrir að lögunum verði haggað.

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Jón Gunnarsson standa vörð um sérhagsmunina sem lögin áttu að tryggja. Og þar við situr.

En þótt helst megi binda vonir við framsóknarmennina í þessu máli verður það þó ekki af þeim tekið að þeir áttu helsta frumkvöðulinn í því að setja grænmeti á bíla.

Myndin er fengin af www.sigmund.is.
Myndin er fengin af www.sigmund.is.