Miðvikudagur 11. desember 2013

Vefþjóðviljinn 345. tbl. 17. árg.

Einn af núverandi þingmönnum Framsóknarflokksins gaf kost á sér til stjórnmálastarfa síðasta vetur þar sem hún væri dæmi um manneskju sem þyrfti „leiðréttingu“ íbúðarlána. Framboð fyrir Framsóknarflokkinn var eðlilegur kostur enda kom Flokkur heimilanna ekki fram fyrr en rétt áður en framboðsfrestur rann út.

Þá hefur komið fram að þingmaðurinn hefur þegar fengið nokkrar milljónir felldar niður af skuldum sínum hjá viðskiptabanka. Þó er það nú þannig í lögum um fjármál frambjóðenda að þeir mega ekki þiggja meira en 400 þúsund krónur frá einu fyrirtæki.

Nú kemur hins vegar í ljós að þegar heimsins mestu skuldaleiðréttingar eru skoðaðar að þingmaðurinn fær ekki eina krónur til viðbótar fellda niður af skuldum sínum. En fólk sem hefur stórgrætt á fasteignakaupum sínum fær hins vegar milljónir.

Ætlar þingmaður sem fór í framboð til að fá frekari „leiðréttingar“ að sitja undir því að fá engar?