Vefþjóðviljinn 334. tbl. 17. árg.
Hækkun á sköttum sem ríkisbankinn Landsbankinn greiðir er ein af fjármögnunarleiðum ríkisstjórnarinnar vegna „skuldaleiðréttingarinnar“.
Restin er á ábyrgð almennra skattgreiðenda. Þetta er ekkert annað en risavaxin ríkisábyrgð á einkaskuldum. Þjóðnýting á einkaskuldum.
Muna menn eftir slöngunni sem gleypti Tobba í Tinna í Kongó? Tinni frelsaði Tobba að vonum. Slangan var svo nokkuð ánægð í fyrstu eftir að Tinni stakk afturendanum á henni upp í hana í sárabætur fyrir að missa af því að melta hundinn. Stuttu síðar varð slangan eitt spurningarmerki.
Hvað gerðist svo þótti jafnvel Hergé ekki hafandi í bók fyrir stúlkur og pilta.