Vefþjóðviljinn 299. tbl. 17. árg.
Árið 2010 gáfu umhverfisverndarsamtökin Environmental Defense Fund út einskonar handbók um kvótakerfi í sjávarútvegi Catch Share Design Manual – A Guide for Managers and Fishermen. Þau hafa svo haldið áfram að viða að sér gögnum frá öllum heimshornum um málið eins og sjá má á vef þeirra.
Í handbókinni er reynsla yfir 30 landa af kvótakerfi tekin til skoðunar og að sjálfsögðu er Ísland þar á meðal. Kvótakerfi er beitt við nýtingu nokkur hundruð fiskistofna og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt undanfarna áratugi
Ástæða þess að umhverfisverndarsinnar hafa áhuga á kvótakerfum við fiskveiðar er að ýmsar aðrar leiðir hafa verið reyndar án þess að tekist hafi að stöðva ofveiði og hnignun fiskistofna.
Eins og umræðan um þessi mál á Íslandi hefur svo glögglega leitt í ljós er auðveldra að agnúast út í kvótakerfið en að benda á betra kerfi í stað þess.