Laugardagur 12. október 2013

Vefþjóðviljinn 285. tbl. 17. árg.

Þessi ræðubútur er alveg einstakur. Þetta ætti að vera spilað reglulega fyrir þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Það helsta úrskýrt á einföldu máli.

Samband ungra sjálfstæðismanna heldur einmitt forvitnilegan fund um Margréti Thatcher, arfleifð hennar og fordæmi á afmælisdegi hennar sunnudaginn 13. október 2013 í stofu N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 17–18. Þar talar breski rithöfundurinn John O’Sullivan um „hina raunverulegu járnfrú“. Sýnt verður kynningarmyndband úr hinni umdeildu kvikmynd um Thatcher, Járnfrúnni, þar sem Meryl Streep lék aðalhlutverkið, og valdir kaflar úr heimildarmyndum um Thatcher. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stjórnar fundinum.

Að honum loknum verður móttaka á staðnum, kl. 18–19.
John O’Sullivan fæddist árið 1942 og hlaut menntun sína í Lundúnaháskóla, University of London. Hann var í framboði fyrir breska Íhaldsflokkinn í þingkosningunum 1970 og var vinur og samstarfsmaður Thatchers í forsætisráðherratíð hennar og eftir það, skrifaði fyrir hana ræður og aðstoðaði hana við ritun sjálfsævisögu hennar í tveimur bindum. Hann var lengi ritstjóri bandaríska tímaritsins National Review.