Föstudagur 4. október 2013

Vefþjóðviljinn 277. tbl. 17. árg.

Sem kunnugt er vill Framsóknarflokkurinn „leiðrétta forsendubrest“ sem varð á árunum 2007 til 2009 þegar verðbólga var umfram þau 2,5% sem Seðlabanki Íslands hefur lengi sett sér sem markmið en sjaldan náð og enginn gerði ráð fyrir að myndu nást.

Vefþjóðviljinn varð því forviða þegar það var tilkynnt nýlega að verðbólga í ríki Framsóknar væri enn um 4%. Það brakar því og brestur enn í forsendunum. Ef til vill gæti ríkisstjórnin sett sér það hóflega markmið að stöðva yfirstandandi forsendubrest áður en hún fer í leiðréttingu á sögunni.