Vefþjóðviljinn 276. tbl. 17. árg.
Í nýju frumvarpi til fjárlaga segir um Ríkisútvarpið:
Gert er ráð fyrir að fjárveiting hækki um 215 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs en því til viðbótar kemur 104 m.kr. sem ákvörðuð er sem verðlagshækkun í frumvarpinu og nemur því hækkunin því alls 319 m.kr. Heildarframlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins verður þar með 3.514 m.kr. á árinu 2014.
Hvernig má þá vera farin af stað umræða um að framlög skattgreiðenda til Ríkisútvarpsins hafi verið lækkuð eða skert?
Það skýrist af því að möguleikar Ríkisútvarpsins til af afla sér tekna með auglýsingatekjum voru skertir nokkuð í nýjum lögum í vor.
Og hvert er þá leitað? Jú auðvitað í vasa skattgreiðenda. Þeir tapa alltaf.