Fimmtudagur 18. júlí 2013

Vefþjóðviljinn 199. tbl. 17. árg.

Það skiptir máli hvenær menn fá krónurnar og hvenær þeim er eytt.
Það skiptir máli hvenær menn fá krónurnar og hvenær þeim er eytt.

Ef marka má fréttir eru ýmsir „samningar lausir“ á vinnumarkaði í haust. Þar munu helstu stéttarfélög keppa að því að fá sem flestar krónur til viðbótar í launaumslög félagsmanna sinna ásamt því að knýja ríkisvaldið til aðgerða sem þóknast forystumönnum félaganna.

Ef Vefþjóðviljinn ætti umhugsunarlítið að velja íslensku krónunni kjörorð væru þau sennilega hið gamalkunna heróp sölumanna „fyrstur kemur fyrstur fær“. Það er nú þannig með krónuna að hún rýrnar jafnan um nokkur prósent á ári og því skiptir máli að vera fyrstur til að krækja í aukakrónurnar.

En við nánari umhugsun ætti kjörorð krónunnar þó heldur að vera „fyrstur eyðir fyrstur fær“ því það skiptir auðvitað máli að eyða því strax sem verður verðminna að ári.