Fimmtudagur 16. maí 2013

Vefþjóðviljinn 136. tbl. 17. árg.

Steingrímur og Jóhanna fegruðu heldur stöðu ríkissjóðs fyrir kosningar. 

Það átti nú enginn von á öðru. 

Allir sem fylgjast sæmilega með máttu gera sér grein fyrir þessu. Ekki síst þeir sem eru á launum sem kjörnir fulltrúar og eiga fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis. Það þurfti ekkert doktorspróf til að sjá þetta.

Og ef eitthvað vantar upp á stöðu ríkissjóðs er nokkuð annað að gera en að skipta kylfunni út fyrir gaddakylfu og haglaranum fyrir vélbyssu og sækja nokkur hundruð milljarða í viðbót?

Ríkissjóður varð fyrir forsendubresti og er skuldum vafinn eftir bankahrunið. Er ekki talið rökrétt framhald að tannlæknir í Dortmund, sem á örlítið eftir af upphaflegri skuldabréfakröfu sinni á gömlu bankana, taki að sér að bæta þetta tjón? Ef hann vill það ekki má semja við hann með því að  banka létt í hausinn á honum með kylfunni á meðan hann virðir byssuhlaupið fyrir sér.