Föstudagur 12. apríl 2013

Vefþjóðviljinn 102. tbl. 17. árg.

Getur einhver sem sér myndina hér að neðan verið í vafa um að háir skattar dragi úr framtaki og áræðni manna? Hver vill hrinda nýjum verkefnum úr vör þegar 75% af mögulegum ávinningi hverfa í skatta og skerðingar?

Er að undra að fólk sé í greiðsluerfiðleikum þegar sjálfsbjargarviðleitnin er leikin svo grátt?
Er að undra að fólk sé í greiðsluerfiðleikum þegar sjálfsbjargarviðleitnin er leikin svo grátt?

Á myndinni sést hvað getur gerst þegar maður bætir við sig 10 þúsund krónum í útseldri vinnu.

Er yfirleitt hægt að mótmæla því að lækka þurfi skattana þegar staðan er svona? Jú allir flokkar nema einn virðast mótmæla öllum hugmyndum um skattalækkanir.