Vefþjóðviljinn 75. tbl. 17. árg.
Í frétt á vef Ríkisútvarpsins á laugardaginn var sagði:
Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður segir að straumhvörf hafi orðið í umræðunni um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið þegar nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins lýsti því yfir að ljúka beri aðildarviðræðum og bera síðan samninginn undir þjóðina.
Þetta er alveg rétt hjá Björgvini. Mikil straumhvörf og tíðindi þarna á ferð. Vilmundur Jósefsson fráfarandi formaður Samtaka atvinnulífsins var mikill Evrópusinni og vildi ekki aðeins ljúka aðildarviðræðunum og greiða atkvæði um samninginn heldur einnig ganga í sambandið.
Þetta er því allt í áttina hjá Samtökum atvinnulífsins.