Miðvikudagur 30. janúar 2013

Vefþjóðviljinn 30. tbl. 17. árg.

Snemma á mánudagsmorgni, áður en svonefndur Icesave dómur var kveðinn upp, barst Vefþjóðviljanum spennandi boð um fund hjá Samfylkingarfélaginu í Reykjavík. Fundurinn átti að fara fram í kvöld, miðvikudag. 

Þar ætlaði Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingarinnar að ræða niðurstöðuna í „samningsbrotamáli sem ESA – Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði gegn íslenska ríkinu“ eins og sagði í fundarboði. „Hvaða afleiðingar getur Icesave-dómurinn haft?“

Því miður hefur síðan komið í ljós að fundurinn getur ekki farið fram því húsnæðið sem leynifélögin Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur ehf. leggja Samfylkingunni til á Hallveigarstíg rúmar ekki svo stóran fund sem þessi myndi augljóslega vera. 

Húsnæðisskortur? Það er líklega jafn trúverðug skýring og aðrar útleggingar Samfylkingarinnar um Icesave málið undanfarin fjögur ár.